Við FRAMarar mættum Fylki í Árbænum í kvöld. Leikurinn var sá síðasti í fyrri umferð Íslandsmótsins og höfum við FRAMarar því leikið 11 leiki. Úr þessum leikjum höfum við fengið 9 stig og erum eins og er í fallsæti, tveir sigrar, 3 jafntefli og 6 töp sem verður að teljast vonbrigði miðað við það sem lagt var upp með í upphafi. Það verður að segja að liðið hefur ekki verið að leika vel í sumar og margir leikmenn sérlega þeir eldri hafa alls ekki dregið vagninn og ekki náð að spila vel í sumar, það er áhyggjuefni.
Annars var leikurinn í kvöld slakur og lítið um hann að segja, fyrri hálfleikur betri en sá fyrri en samt ekkert að gerast og staðan í hálfleik 0-0. Við héldum okkur ekki við skipulagið sem greinilega var lagt upp með í þeim seinni og menn fóru að gera eitthvað sem þeir ráða ekki við. Við fengum sem sagt á okkur 2 mörk í síðar hálfleik, víti eftir algjöran klaufagang, spurning hvort það var víti, ekki að mínu viti og svo sjálfsmark sem lítið var hægt að gera við, samt klaufalegt. Lokatölur í Árbænum 2-0 en ljóst að við þurfum að gera betur í síðari umferðinni ef ekki á að fara illa. Næsti leikur í Eyjum á sunnudag.
ÁFRAM FRAM