Það verður líf og fjör hjá mfl. karla og kvenna um helgina. Mfll. kvenna mun á föstudag halda austur á Egilsstaði og leika við Hattar stelpur á Vilhjálmsvelli kl 20:00. Stelpurnar munu svo dveljast Eystra helgina og leika við Fjarðabyggð á sunnudag kl. 13:00.
Strákarnir okkar munu svo halda til Eyja á sunnudag og leika þar fyrsta leik sinn í síðar umferð Íslandsmótsins.
Leikurinn hefst á Hásteinsvelli kl. 17:00.
Þið sem eruð á ferðinni eruð hvött til að mæta og styðja FRAMara.
ÁFRAM FRAM