FRAM Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum Frömurum og velunnurum félagsins og stemmningin sem skapast hefur gerir það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap.
FRAM Open 2014 fer fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 25.júlí og hefst klukkan 13.00. Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið u.þ.b. hálftíma fyrr.
Skráning er hafin í síma 533-5600 eða á thora@fram.is
Síðasti skráningardagur er miðvikudagur 23. júlí.
Athugið að það sem koma þarf fram í skráningu er:
Nafn leikmanns
Kennitala leikmanns
Forgjöf leikmanns
Ósk um að leika í holli með ?
Keppnisgjaldið er kr. 7.300.- og er það greitt á keppnisstað á leikdegi.
Innifalið er mótsgjald og matur eftir mót.
Knattspyrnufélagið FRAM