fbpx
Höttur1

Jafntefli á Vilhjálmsvelli í góðum leik

Höttur3Höttur2Það var ágætt fótboltaveður á Vilhjálmsvelli í kvöld þegar fréttaritari FRAM mætti á völlinn,  reyndar allt of seinn enda að koma langan veg og veðrið á leiðinni, HH.  Fallegt vallarstæði Vilhjálmsvöllur og völlurinn bara góður.
Stelpurnar okkar léku vel í kvöld, börðust allann leikinn þannig að sá á leikmönnum í lokinn, stelpur það er gott að sjá og til fyrirmyndar.
Fyrri hálfleikur var jafn en við heldur með yfir höndina og fengum tvö úrvals færi sem hefðu átt að gefa mörk en gáfum aðeins eitt, þar sem heimastúlkum tókst á undraverðan hátt að bjarga á marklínu. En við náðum þó að setja mark á 10 mín þegar Dagmar Mýrdal setti fallegt mark.  Stuttu seinn áttu við svo dauðafæri sem hefði klárað leikinn en það datt ekki með okkur. Staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfleikur var góður af okkar hálfu allar stelpurnar að berjast á fullu og  við fengum í það minnsta tvö mjög góð færi til að gera út um leikinn en inn vildi boltinn ekki og markvörður Hattar bjargaði í annað skipti mjög vel.  En það var svo á 83 mín að okkar gamli þjálfari Sigga Baxter lagði upp drauma skotfæri fyrir einhverja litla stelpu í Hetti og hún hitti boltann enn betur og hann söng í netinu 1-1.   Algjörlega óverjandi fyrir Áslaugu í markinu sem fram að því hafði átt skínandi leik, varði meðal annars vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem reyndist afdrifaríkt fyrir leikinn.  Vel gert Áslaug.
Annars fá allir leikmenn FRAM hrós í kvöld fyrir góðan leik og mikið vinnuframlag. Þurfum að vinna svona áfram og þá eru allir vegir færir, jafnvel upp um deild ? Svona í rólegaheitumJ
Bara rólegar því það er erfiður leikur á sunnudag gegn Fjarðabyggð og þá þurfum við að sína styrk til að klára þann leik. Njótið helgarinnar á Egilsstöðum og undirbúið ykkur vel fyrir næsta leik.
ÁFRAM FRAM

Höttur4jónaSvona að lokum hver man ekki eftir þessari stelpu! En hún Jóna okkar Ólafs lék gegn okkur í kvöld og stóð sig eins og alltaf vel.  Frábær stelpa sem við sjáum mikið eftir, gangi þér vel Jóna.
Það sama má segja um Siggu þjálfara Baxter en hún lék gríðarlega vel fyrir Hattar liðið í kvöld og var þeirra lang besti leikmaður að mínu mati. Sigga á heiðurinn af þvi að koma mfl.kvenna afstað hjá FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!