Strákarnir okkar í 2. fl. ka. eru líka hér á Austfjörðum í dag og því nóg að snúast hjá fréttaritara FRAM á Austfjörðum. Strákarnir léku á Eskifirði við frábærar aðstæður, töluverð rigning, algjört logn og rennisléttur grasvöllur.
Leikurinn var fjörugur og staðan í hálfleik 0-2 fyrir okkur FRAMara, mörkin gerðu Benedikt og Baldvin. Í síðari hálfleik var enn meira fjör völlurinn rennblautur sem bauð upp allskonar misstök, tæklingar og stanslaust fjör í 45 mín. UÍA náði að jafna leikinn og komast yfir 3-2. Við bættum við tveimur mörkum og komust í 3-4. UÍA jafnaði 4-4 og allt stefndi í jafntefli en á loka mín leiksins setti Halldór Þórðarsson gott mark þegar hann snéri af sér búnka af varnarmönnum og setti boltann í netið 4-5.
Alex fékk svo dauðafæri eftir þetta og hefði átt að bæta við marki en lokatölur í dag í hörkuleik 4-5 sigur. Mörk 3 og 4 fyrir okkur FRAMarar gerðu Sigurður Þráinn Geirsson og Sigurður Friðriksson.
Takk fyrir skemmtunina drengir og góða ferð heim.
ÁFRAM FRAM