Það var ágætlega hlýtt á Norðfirði í dag þegar stelpunar okkar mættu sameiginlegu liði Fjarðabyggðar. Leikið var á gervigrasvelli sem er hálfleiðinlegt svona um mitt sumar. Það gekk á með rigningu og þoka í fjöllum þó vel sæist á milli markanna í bænum.
Leikurinn í dag var ekki upp á marka fiska og fer ekki í neinar metabækur fyrir fegurð, bæði liðin reyndu eitthvað en gekk ekkert að skapa neitt af viti. Fjarðabyggð heldur betri í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik 0-0.
Síðari hálfleikurinn var lítið betri, við þó mun betri og bölvaðir klaufar að nýta ekki færin og gera út um þennan leik. Hefðum átt að klára þennan leik en það gekk bara ekkert af því sem við ætluðum að gera og því fór sem fór ekkert skorað í dag og niðurstaðan 0-0.
Graut fúlt að fá ekki meira út úr leiknum en kannski áttum við ekki meira skilið miðað við frammstöðuna í dag.
Góða ferð suður!
ÁFRAM FRAM