fbpx
Höttur3

3-0 sigur hjá stelpum á móti Hetti

Höttur1Leikurinn var fjörlegur og glæsileg tilþrif sáust. Birna Sif Kristinsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnu, glæsilegt mark í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks fengu Framarar dæmda á sig vítaspyrnu og gerði Mjöll Einarsdóttir sér lítið fyrir og varði hana. En þess má geta að í útileiknum á móti Hetti fengum Framarar einnig dæmda á sig vítaspyrnu sem Áslaug Inga Barðadóttir markmaður varði. Anna Marzellíusardóttir og Bryndís María Theodórsdóttir skoruðu ekki síðri mörk. Anna lét ekkert stoppa sig þó að varnarmaður hefði brotið á henni, hélt áfram og sett boltann yfir markmanninn, Bryndís skoraði með skalla eftir hornspyrnu og staðan í lok leiks 3-0.
Leikmaður leiksins að mati liðstjórnar o.fl. er markmaðurinn Mjöll Einarsdóttir ! Hún fær bíómiða fyrir.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!