Í lok júli tóku stelpurnar i 3 fl KV: A – liða Fram / Afturelding þátt i Rey Cup í laugardalnum og stóðu uppi sem sigurvegarar í mótinu.
Þetta var sérdeilis glæsilegt , taplausar, eitt liða, fengu á sig fæst mörk og skoruðuð flest mörk. Góð stemming var í hópnum og greinilegt var að stelpurnar ætluðu sér eitthvað á Rey Cup.
Breiðblik – FRAM/Afturelding 1 – 3
Þróttur – FRAM/Afturelding 0 – 2
FRAM/Afturelding – Herfölge ( Danmörku ) 1 – 1
FRAM/Afturelding – Grindavík 2 – 2
Hvöt/Tindastóll – FRAM/Afturelding 0 – 6
Úrslitaleikurinn var leikinn á Laugardalsvellinum sjálfum gegn Þrótti , eftir markalausan leiktíma réðust úrslitin í vítakeppni þar sem okkar stelpur voru með sterkari taugar ( sterkari en flestir foreldrarnir sem voru að horfa á ) og höfðu sigur. Sem sagt Rey Cup meistarar á Laugardalsvellinum 2014 , til hamingju stelpur og þjálfarar.
Greinilega er barna og unglingastarfið farið að bera ávöx , nú heldur deildin áfram þar sem flokkurinn er í topp barráttu.
Til hamingju stelpur !