fbpx
Partillefara 2014 vefur god

Handboltanámskeið FRAM í ágúst

2014_06_29_0855H A N D B O L T A N Á M S K E I Р Á G Ú S T   2014
Unglingaráð handknattleiksdeildar FRAM byrjar veturinn með stæl og heldur handboltanámskeið fyrir krakka á aldrinum 12 – 16 ára í Íþróttahúsi Fram í Safamýri í ágúst.
Námskeiðið verður 11. – 22. ágúst 2014 frá kl. 13:00-15:00 fyrir strákar og stelpur fædd 1998 til 2001. Við munum aldursskipta hópnum á námskeiðinu.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Haraldur Þorvarðarsson aðstoðarþjálfari meitarafokks karla, þjáfara 2.flokks karla og yfirþjálfi yngri flokka FRAM. * Roland Eradze, þjálfari 3. flokks kvenna, 5. flokks karla og markmannsþjálfari yngri flokka FRAM.
Báðir með gríðarlega reynslu af þjálfun yngri flokka, meistaraflokka og landsliða á vegum HSÍ.

Á námskeiðinu verður farið bæði yfir sóknar- og varnarleik, markmannsþjálfun, og skottækni ásamt spillíkum leikjum og venjulegu spili. Námskeiðið verður bæði krefjandi og skemmtilegt og keyrt á háu tempói.
Góð byrjun fyrir átök vetrarins.
Verð 9.000.- Skráning á handbolti@fram.is og í Nora, https://fram.felog.is/

7 kaHANDBOLTASKÓLI FRAM í Ingunnarskóla og Safamýri (FRAMhús). Handboltaskóli FRAM er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.
Námskeiðið stendur í 1 viku, frá kl. 09:00-12:00  virka daga.
Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi FRAM og Ingunnarskóla. Kennarar eru íþróttamenntaðir og handboltaþjálfarar hjá FRAM.

Námskeið 1.   11 –  15. ágúst         09:00-12:00   (börn fædd 2002-2008).

Skráning fer fram á heimasíðu FRAM www.fram.is  Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra skráningarkerfi FRAM. Námskeiðsgjald í handboltaskóla er kr. 5000.-  (5 dagar).
Allar nánari upplýsingar um námskeið á vegum FRAM er hægt að fá í síma  533-5600/587-8800  skrifstofa FRAM Safamýri og Úlfarsárdal milli kl 09:00 og 16:00 og í gegnum tölvupóst  toti@fram.is  og dadi@fram.is

Í von um gott samstarf í sumar
Þór Björnsson íþróttastjóri  FRAM
Daði Guðmundsson íþróttafulltrúi FRAM  Grafarholti og Úlfarsárdal

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email