KSÍ stendur nú um helgina fyrir úrtökumóti fyrir stúlkur fæddar 1999 á Laugarvatni. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Stelpurnar mun því dvelja á Laugarvatni um helgina við æfingar og keppni. Allar æfingar og leikir eru lokaðar utanaðkomandi aðeins aðstandendum viðkomandi leikmanna er heimilt að vera viðstaddir æfingarnar.
Við FRAMarar eru auðvitað stoltir af því að eiga 2 fulltrúa í þessum úrtakshópi en þær eru:
Esther Ruth Aðalsteinsdóttir Fram
Valdís Harpa Porca Fram
Gangi ykkur vel stelpur