FRAMvöllurinn er að verða eins og hann á að vera, grænn og fallegur, það má segja að hann hafi skartað sínu fegursta í dag á gleðideginum þegar stelpurnar okkar mættu Sindra í dag.
Það var eins og stelpurnar ætluðu að drífa þetta af í dag og drífa sig í gönguna þvílíkur var krafturinn í þeim í fyrri hálfleik 3 mörk í fyrri hálfleik og leikurinn kláraður á 45 mín. Anna Marselíusar gerði fyrsta markið á 7 mín og Dagmar Mýrdal setti svo tvö fyrir hálfleikinn á 36 og 41 mín. Vel gert stelpur.
Það var svo eins og þær hafi áttað sig á því í hálfleik að þær urðu að klára leikinn og spila í 45 mín í viðbót því liðið mætti sofandi og í sæluvímu til seinni hálfleiks, enginn gleðiganga í dag, vonbrigði.
Margir leikmenn fengur svo að spreyta sig í seinni hálfleiknum og Fjóla Sig er kominn á grasið aftur eftir langa fjarveru, meiddi sig reyndar á hendi en það þarf auðvitað að taka innköst í fótbolta. Flottur sigur á góðum degi, gangið varlega um gleðinnar dyr í kvöld.
ÁFRAM FRAM
P.S læt hér fylgja yfirlýsingu FRAM stúlkna sem er flott í tilefni dagsins.
Það vill svo óheppilega til að leikur okkar við Sindra í 1. deild kvenna var settur á kl. 14 í dag. Á sama tíma fer hin árlega Gleðiganga fram og getum við stúlkurnar því ekki tekið þátt í göngunni að þessu sinni. Við gerðum tilraun til þess að færa leikinn en það var því miður ekki hægt. Við í Meistaraflokki kvenna Fram vildu því gera allt til þess að sýna stuðning okkar í verki. Við skreyttum því Safamýrina og skörtum marglita andlitsmálningu í tilefni dagsins.
Til hamingju með daginn íslendingar og áfram Fram !