fbpx
Ingiberg vefur

Flottur og sanngjarn sigur á Val í kvöld

Orri Gunnarsson Það var dásemdar veður í Laugardalnum í kvöld, völlurinn frábær og veðrið verður ekki betra, það var hægt að renna frá úlpunni og sleppa alveg að setja á sig húfuna, það gerist bara  ekki oft.
Fyrri hálfleikur var bara nokkuð góður við vorum meira með boltann og áttum ágæta spretti  í 30 mín en síðustu 10-15 mín í hálfleiknum náðum við lítið að halda boltanum innan okkar raða.  Valsmenn áttu samt ekkert færi í hálfleiknum og við mun líklegri til að skora en þeir.  Ekkert skorað í fyrri hálfleiknum en Valsmenn ljónheppnir að vera ekki manni færri eftir kjánalega framgöngu Kristins Inga.
Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri við með góð tök á leiknum, gáfum enginn færi á okkur og náðum góðum sóknum sem skilaði að lokum marki eftir hornspyrnu.  Það var Ingiberg Ólafur sem setti boltann í markið af stuttu færi þegar hann stangaði knöttinn í netið á 63 mín. Vel gert hjá drengnum.  Eftir þetta breyttist leikurinn lítið Valsmenn ógnuðu okkur nánast ekkert og við mun líklegri til að bæta við en þeir að jafna.
Við FRAMarar sýndum góðan leik í kvöld, vörnin var örugg, Dennis flottur í markinu og Orri Gunn enn flottari í kvöld.  Annars var liðið gott og niðurstaðan eftir því.
Næsti leikur er svo eftir viku í Kópavoginum, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!