fbpx
Mfl.kv. 2013-2014

Kristín og Karólína semja við FRAM til tveggja ára

Handknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá nýjum samningum við tvo af yngri leikmönnum sínum.  Þetta eru þær Kristín Helgadóttir og Karólína Vilborg Torfadóttir.

kristinKristín Helgadóttir er 20 ára línumaður.  Kristín er uppalinn í FRAM og hefur spilað þar allan sinn feril.  Kristín spilaði 21 leik af 22 í OLÍS deildinni með FRAM síðast liðinn vetur.  Kristín hefur verið í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

 

 

 

 

 

 

 

karolinaKarólína Vilborg Torfadóttir er einnig 20 ára og spilar sem skytta og mjög  öflugur varnarmaður.  Karólína er uppalinn í FRAM og hefur spilað þar allan sinn feril.  Karólína spilaði 20 leiki af 22 í OLÍS deildinni með FRAM síðast liðinn vetur.  Karólína hefur verið í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

 

 

 

 

 

Handknattleiksdeild FRAM er mjög ánægð með að geta haldið áfram að byggja á uppöldum leikmönnum félagsins og haldið áfram því uppbyggingar starfi sem fram hefur farið þar undanfarin ár. Það er því mjög ánægjulegt fyrir FRAM að  hafa tryggt sér starfskrafta þessara tveggja  ungu og efnilegu leikmanna næstu tvö árin.

Handknattleiksdeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!