Íslenska U-18 ára landslið karla hélt í gær til Gdansk í Póllands þar sem það mun taka þátt í lokakeppni EM í handknattleik. Liðið vann sér þáttökurétt í lokakeppninni með því að ná öðru sæti í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Svíþjóð í janúar.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga fulltrúa í þessu hópi en Arnar Freyr Arnarsson línumaðurinn öflugi var valinn í lokahópinn að þessu sinni. Ragnar Þór Kjartansson var einnig valinn í hópinn en dró sig út úr hópnum.
Leikir liðsins eru sem hér segir:
14.ágúst kl. 17:00 Ísland-Serbía
15.ágúst kl. 15:00 Ísland-Svíþjóð
17.ágúst kl. 17:00 Ísland-Sviss
Leikir liðsins verða sýndir beint á netinu á eftirfarandi síðum:
http://eurohandballpoland2014.pl/en/live-streaming-available-now/
http://www.laola1.tv/
Gangi ykkur vel !
ÁFRAM ÍSLAND