fbpx
Gay-pride vefur

Jafntefli í gær gegn Þrótti 1 -1

Bergþóra GnáStelpurnar okkar í fótboltanum léku í gær við Þrótt í Laugardalnum.  Leikurinn í gær var hörkuleikur og gaman að sjá til stelpnanna sem börðust fram á síðustu mín sem skilaði stigi í hús.
Fyrri hálfleikur var jafn og einkenndist af því að leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur FRAMara.  Við urðum að vinna þennan leik til að setja pressu á að ná öðru sætinu í riðlinum.   Það fór samt þannig að Þróttar stelpur settu á okkur mark og staðan í hálfleik 1-0.
Það var því að duga eða drepast í síðari hálfleiknum og við settum mikinn kraft í leikinn.  Það skilað að lokum marki á 90 mín en það var Bergþóra Gná sem kom knettinum í netið, snyrtilega gert hjá stelpunni eftir góða sókn FRAMara.  Það má segja að þetta mark hafi komið aðeins of seint því við náðum ekki að gera mikið meira og lokatölur í leiknum 1-1.
Þetta verða að teljast ásættanleg úrslit og sennilega sanngjörn þegar á allt er litið.  Flottur leikur hjá okkar stelpum í FRAM. Næsti leikur er við topp-lið KR á FRAMvelli á sunnudag kl. 14:00, endilega láttu sjá þig.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0