fbpx
Helgi Guðjóns

Helgi Guðjóns með þrennu gegn Hondúras

Helgi Guðjónsson 4. fl.ka. 2013Helgi Guðjónsson leikmaður FRAM var heldur betur á skotskónum í Kína í dag þegar U15 ára landslið karla vann öruggan sigur á  Hondúras 5-0 í fyrsta leik á Ólympíuleikum Æskunnar í Kína í dag.

Helgi skoraði þrennu í leiknum en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik,  drengurinn var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn því hann skoraði á 41 mín en hvor hálfleikur er 40 mín.  Helgi setti svo tvö mörk til viðbóta á 59 og 73 mín.
Glæsilega gert hjá drengnum.

Fjölmargir áhorfendur mættu á leikinn en yfir 12 þúsund miðar voru seldir í forsölu í gær.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email