Handbolta-vertíðn hófst formlega í gær þegar strákarnir okkar mættu Fjölni í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í handbolta. Leikið var í Grafarvogi eða nánast í garðinum okkar.
Leikurinn fer nú sennilega ekki í neinar metabækur, við FRAMarar með yfirhöndina allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik 9-13 fyrir FRAM.
Strax í síðari hálfleik tókum við góða syrpu og náðum góðu forskoti en slökuðum aðeins á í lokinn og lokatölur í gær 18 -23. Varnarleikurinn var góður í síðari hálfleik en sóknarleikur liðsins á langt í land eins og er. Strákarnir eru svo á leið til Spánar um næstu helgi en þar ætla þeir að æfa næstu vikuna ásamt því að leika einhverja æfingaleiki, nánar um það síðar.
ÁFRAM FRAM