fbpx
Höttur3

Stelpurnar biðu lægri hlut í leik helgarinnar

mfl.kvStelpurnar okkar í  mfl. kvenna léku við lið KR á Íslandsmótinu á sunnudag, leikið var í blíðskapar veðri í Safamýrinni. Völlurinn okkar er alveg að ná sér eftir slæmt vor.
Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði liðin áttu færi en gekk ekki mikið að skora það var svo á 31 mín að KR stelpur náðu að setja á okkur mark og þar við sat í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn spilaðist þannig að KR stúlkur náðu að skora á 55 mín og eftir það var ljóst að við ættum varla möguleika á vinna leikinn en við börðumst allan leikinn, allt kom fyrir ekki leikurinn endaði með sigri KR  0-2.  Sennilega sanngjörn úrslit eftir allt en við áttum í fullu tré við þetta lið KR sem hefur aðeins tapað einum leik í sumar.
Næsti leikur er svo í Safamýrinni þriðjudaginn 26. ágúst kl. 18:30. Sjáumst þá.

P.s Það bar svo helst til tíðinda að Mjöll markmaður náði sér í gult spjald í leiknum þótt hún væri meidd, átti það svo sannarlega skilið eftir það sem hún gerði á Miklubrautinn eftir leikinn frekar ljótt að sjá til þín Mjöll.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!