fbpx
Höttur3

Stelpurnar biðu lægri hlut í leik helgarinnar

mfl.kvStelpurnar okkar í  mfl. kvenna léku við lið KR á Íslandsmótinu á sunnudag, leikið var í blíðskapar veðri í Safamýrinni. Völlurinn okkar er alveg að ná sér eftir slæmt vor.
Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði liðin áttu færi en gekk ekki mikið að skora það var svo á 31 mín að KR stelpur náðu að setja á okkur mark og þar við sat í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn spilaðist þannig að KR stúlkur náðu að skora á 55 mín og eftir það var ljóst að við ættum varla möguleika á vinna leikinn en við börðumst allan leikinn, allt kom fyrir ekki leikurinn endaði með sigri KR  0-2.  Sennilega sanngjörn úrslit eftir allt en við áttum í fullu tré við þetta lið KR sem hefur aðeins tapað einum leik í sumar.
Næsti leikur er svo í Safamýrinni þriðjudaginn 26. ágúst kl. 18:30. Sjáumst þá.

P.s Það bar svo helst til tíðinda að Mjöll markmaður náði sér í gult spjald í leiknum þótt hún væri meidd, átti það svo sannarlega skilið eftir það sem hún gerði á Miklubrautinn eftir leikinn frekar ljótt að sjá til þín Mjöll.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email