fbpx
Þjálfarar FRAM

Tap gegn Breiðablik í gær

Liðið og guttar vefurStrákarnir okkar í mfl.ka riðu ekki feitum hesti frá leiknum okkar gegn Breiðablik í Kópavoginum í gær. Við höfum oft á undanförnum árum náð í stig gegn Kópavogsstórveldinu en ekki að þessu sinni.  Sem segir okkur enn og aftur að ekkert er öruggt og sagan er bara til að breyta henni.
Leikurinn í gær var ekkert sérlega góður af okkar hálfu en gátum samt sett mörk í fyrri hálfleiknum, mörk segi ég því við fengum tvö góð færi í hálfleiknum sem við náðum ekki að nýta og er það dálítið saga okkar í sumar. Staðan á hálfleik 0-0.
Síðari hálfleikurinn var bara í lagi þar til við fórum að gefa mörk eftir algjöran kjánagang og einbeitingarleysi.  Hlutir sem ekki eiga að sjást innan okkar liðs.  Við sem sagt fengum á okkur 3 mörk á örfáum mín. og  leikurinn tapaður.   Skelfilegt að sjá liðið/leikmenn missa svona hausinn algjörlega og það var dýrt í gær.  En hvað um það næsti leikur er eftir tæpa viku í Laugardalnum og gegn bikarmeisturunum úr vesturbænum sjáumst á mánudag kl. 19:15.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!