Handknattleiksdeild Fram hefur gert 2 ára samning við landsliðsmarkvörð Argentínu Nadiu Bordon. Nadia er 26 ára og hefur leikið yfir 40 landsleiki fyrir hönd Argentínu auk þess að hafa leikið með yngri landsliðum Argentínu. Nadia hefur leikið með S.A. Quilmes í Argentínu að undanförnu en hefur einnig leikið nokkur tímabil á Ítalíu. Það er þvi ljóst að Nadia er mikill fengur fyrir okkur FRAMara og verður spennandi að fylgjast með henni i Olís-deildinni í vetur. “Stefán Arnarsson þjálfari Fram var mjög ánægður með að fá Nadiu til félagsins og telur hana vera þann leikmann sem liðið þurfti á að halda”.
Við FRAMarar bjóðum Nadiu velkomna til FRAM og til landsins.
Handknattleiksdeild FRAM