fbpx
lidid

FRAM leikur við BM Granollers á morgun kl. 19:00

Mfl.kaHandbolta strákarnir okkar í mfl.ka. eru þessa stundina staddir á Spáni þar sem þeir undirbúa sig af kappi fyrir átök vetrarins. Strákarnir héldu út á laugardag og ætla að dvelja við æfingar og keppni út þessa viku. Leikinn var æfingaleikur í gær sem gekk frekar brösulega en við áttu góðan fyrri hálfleik en misstum síðan eitthvað dampinn þegar á leikinn leið. Aðalleikur ferðarinnar verður svo á morgun en þá leika þeir við Fraikin BM Granollers, leikurinn er opnunarleikur liðsins í ár og er hann vel auglýstur um alla borg. Þeir sem hafa áhuga á því að horfa á þennan leik á morgun miðvikudag þá er hann sýndur beint á netinu og er linkurinn á leikinn hér http://www.esport3.cat/directes
Annars er allt gott að frétta af liðinu, allur aðbúnaður flottur og vel hugsað um liðið. Reyndar missteig Ólafur Ægir sig í gær morgun og leik ekki í gærkvöldi en reiknað með að hann verði klár á miðvikudag, aðrir eru þreyttir en annars við hestaheilsu.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0