Meistaraflokkur kvenna í handbolta hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi keppnistímabil þar sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur gengið frá nýjum eins árs samningi við FRAM.
Elísabet er línumaður og lék síðast með FRAM veturinn 2012 – 2013 þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum.
Elísabet skipti eftir það tímabil yfir í Stjörnuna og hugðist leika þar síðastliðin vetur, en af því varð ekki. Bæði vegna meiðsla og síðan ákvað hún að rétt væri að nota tímann í að fjölga mannkyninu örlítið.
Elísabet lék 19 leiki af 20 leikjum FRAM í N1 deildinni veturnn 2012 – 2013 og skoraði í þeim 101 mark.
Handknattleiksdeild FRAM er einstaklega ánægð með að hafa tryggt sér krafta Elísabetar á komandi vetri.