fbpx
Mfl.ka. á spáni

FRAM tapaði gær gegn BM Ganollers

Fékk sendan í dag pistil frá fréttaritara FRAM  í Granollers á Spáni, en FRAM lék æfingaleik gegn þeim í gærkveldi. Margir reyndu að sjá  leikinn  en enginn sá hann þar sem linkur sem við fengum sendan virkaði hreinlega ekki og því fór sem fór.

Stórgóður leikur hjá okkar mönnum, byrjum af krafti og var jafnt eftr 17 mín, þá tók þjálfari Granollers  leikhlé og var ekki sáttur, notaði eftir það sitt aðallið og keyrði á okkur ásamt því að dómgæslan hallaði á okkur allan leikinn.
Þeir fengu alltaf víti ef þeir skoruðu ekki, allt datt þeirra megin, enda voru þetta heimamenn á flautunni.
Við héldum haus allan tímann, náðum að berja duglega á þeim en misstum þá fram úr okkur vegna fjölda brottvísana og vítakasta.
Samt var þetta afar skemmtilegt og lærdómsríkt, þessi hópur á eftir að gera góða hluti í vetur.
Lokatölur í gær  27-20 en staðan í hálfleika  14-9.
Höllin er frábærlega flott og sæti allan hringinn kringum völlinn, góð kynning, gott andrúmsloft, allir snúast kringum liðið að hjálpa á allan hátt og strákarnir eru mjög ánægðir. Svo er veðrið þokkalegt… 30 stig í skugga, logn og heiðskírt.
Mfl.ka. á spáni
MYND: Efri röð; Halli Þorvarðar Garðar Benedikt Sigurjónsson-Ólafur Ægir-Arnar Snær-Arnar Freyr-Sigurður Örn-Stefán Darri-Ari Arnalds-Þröstur Bjarka-Ragnar Kjartans og Gulli þjálfari.
Neðri: Guðjón Andri-Elías Bó-Daníel-Kristófer Fannar-Valtýr Már-Ólafur Jóhann-Lúðvík Arnkells-Birkir Smári.

Kveðja frá Spáni  Mfl.ka.

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!