Stórgóður leikur hjá okkar mönnum, byrjum af krafti og var jafnt eftr 17 mín, þá tók þjálfari Granollers leikhlé og var ekki sáttur, notaði eftir það sitt aðallið og keyrði á okkur ásamt því að dómgæslan hallaði á okkur allan leikinn.
Þeir fengu alltaf víti ef þeir skoruðu ekki, allt datt þeirra megin, enda voru þetta heimamenn á flautunni.
Við héldum haus allan tímann, náðum að berja duglega á þeim en misstum þá fram úr okkur vegna fjölda brottvísana og vítakasta.
Samt var þetta afar skemmtilegt og lærdómsríkt, þessi hópur á eftir að gera góða hluti í vetur.
Lokatölur í gær 27-20 en staðan í hálfleika 14-9.
Höllin er frábærlega flott og sæti allan hringinn kringum völlinn, góð kynning, gott andrúmsloft, allir snúast kringum liðið að hjálpa á allan hátt og strákarnir eru mjög ánægðir. Svo er veðrið þokkalegt… 30 stig í skugga, logn og heiðskírt.
MYND: Efri röð; Halli Þorvarðar Garðar Benedikt Sigurjónsson-Ólafur Ægir-Arnar Snær-Arnar Freyr-Sigurður Örn-Stefán Darri-Ari Arnalds-Þröstur Bjarka-Ragnar Kjartans og Gulli þjálfari.
Neðri: Guðjón Andri-Elías Bó-Daníel-Kristófer Fannar-Valtýr Már-Ólafur Jóhann-Lúðvík Arnkells-Birkir Smári.