Stelpurnar okkar í mfl. kvenna fótbolta léku í kvöld sinn síðasta leik á Íslandsmótinu þetta árið. Leikið var í Breiðholti gegn ÍR. Þessi leikur hafði svo sem ekki mikið gildi fyrir liðin en síðasti leikur og smá spenna í loftinu. Það var blíða á vellinum og vallarstjórarnir hafa staðið sig vel í sumar, sá þennan völl síðast í febrúar og þá var hann skautasvell.
Fyrri hálfleikur í kvöld var bærilega fjörugur liðin óhrædd við að sækja og létt yfri mannskapnum.
Dagmar Mýrdal skoraði fyrir FRAM strax á 4 mín og við með undirtökin en á 31 mín jöfnuðu heimastúlkur og þar við sat í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var barátta frá upphafi til enda og lengi leit út fyrir að liðunum tækist ekki að setja mark. Á 85 mín skoraði Dagmar Mýrdal sitt annað mark og allt leit út fyrir sigur en það varð því miður ekki reyndin. Breiðholtsstelpur skoruðu sem sagt að 90 mín. Lokatölur í kvöld 2 -2 og 4 sætið er okkar í ár.
Það er ljóst að þetta sumar hjá mfl. kvenna hefur staðið mjög vel undir væntingum, stelpurnar hafa spilað á köflum mjög vel en síðan tapað stigum sem hefði átt að vera nokkuð örugg. Takk fyrir sumarið stelpur það var virkilega gaman að fylgjast með ykkur í sumar. Það er mitt mat að þjálfari liðsins Hajrudin Cardaklija hafi unnið gott starf fyrir FRAM síðan hann tók við liðinu og ég er sannfærður um að hann á eftir að leggja meira af mörkum hjá FRAM á komandi árum.
ÁFRAM FRAM