fbpx
Marta flott vefur

Nóg að gera hjá meistaraflokki kvenna í handbolta næstu daga

Mfl.kv. 2013-2014Það verður nóg að gera hjá meistaraflokki kvenna í handboltanum næstu daga.  Það styttist óðfluga í fyrsta leik í Íslandsmótinu og því er undirbúningur á fullu með æfingum og æfingaleikjum.

Í kvöld hefst Subway mót Gróttu sem haldið er á Seltjarnarnesinu.  Á því móti leikur Fram, gestgjafarnir Grótta ásamt HK og FH.  Þar á Fram titil að verja eftir sigur á mótinu í fyrra.  Fram leikur fyrsta leikinn í dag kl. 20:15 og eru mótherjarnir Grótta.  Annars eru leikir Fram á mótinu þessir.

Fim. 4. Sept. 2014            20:15     Hertz höllin                        Grótta – Fram

Fös. 5. Sept. 2014            20:15     Hertz höllin                        Fram – FH

Lau. 6. Sept. 2014            12:15     Hertz höllin                        HK – Fram

Í næstu viku hefst síðan Reykjavíkurmótið.  Þar á Fram einnig titil að verja síðan í fyrra.  Liðin sem taka þátt í Reykjavíkurmótinu að þessu sinni eru auk FRAM, Fylkir, ÍR og Valur.  Leikir Fram á mótinu verða þessir.

Mán. 8. Sept. 2014          19:30     Framhús                             Fram – ÍR

Mið. 10. Sept. 2014         19:30     Vodafone höllin               Valur – Fram

Fös. 12. Sept. 2014          19:30     Framhús                             Fram – Fylkir

Síðast enn ekki síst er fyrirhugaður leikur við lið frá Færeyjum laugardaginn 13. September í Framhúsinu.  Líklegur leiktími verður 13:30.

Það eru því fyrirhugaðir einir sjö leikir á næstu 10 dögum. Skorað er á Framarar að mæta og hvetja stelpurnar í upphafi vetrar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email