fbpx
Marta flott vefur

Nóg að gera hjá meistaraflokki kvenna í handbolta næstu daga

Mfl.kv. 2013-2014Það verður nóg að gera hjá meistaraflokki kvenna í handboltanum næstu daga.  Það styttist óðfluga í fyrsta leik í Íslandsmótinu og því er undirbúningur á fullu með æfingum og æfingaleikjum.

Í kvöld hefst Subway mót Gróttu sem haldið er á Seltjarnarnesinu.  Á því móti leikur Fram, gestgjafarnir Grótta ásamt HK og FH.  Þar á Fram titil að verja eftir sigur á mótinu í fyrra.  Fram leikur fyrsta leikinn í dag kl. 20:15 og eru mótherjarnir Grótta.  Annars eru leikir Fram á mótinu þessir.

Fim. 4. Sept. 2014            20:15     Hertz höllin                        Grótta – Fram

Fös. 5. Sept. 2014            20:15     Hertz höllin                        Fram – FH

Lau. 6. Sept. 2014            12:15     Hertz höllin                        HK – Fram

Í næstu viku hefst síðan Reykjavíkurmótið.  Þar á Fram einnig titil að verja síðan í fyrra.  Liðin sem taka þátt í Reykjavíkurmótinu að þessu sinni eru auk FRAM, Fylkir, ÍR og Valur.  Leikir Fram á mótinu verða þessir.

Mán. 8. Sept. 2014          19:30     Framhús                             Fram – ÍR

Mið. 10. Sept. 2014         19:30     Vodafone höllin               Valur – Fram

Fös. 12. Sept. 2014          19:30     Framhús                             Fram – Fylkir

Síðast enn ekki síst er fyrirhugaður leikur við lið frá Færeyjum laugardaginn 13. September í Framhúsinu.  Líklegur leiktími verður 13:30.

Það eru því fyrirhugaðir einir sjö leikir á næstu 10 dögum. Skorað er á Framarar að mæta og hvetja stelpurnar í upphafi vetrar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!