fbpx
huldacropped

Meistaraflokkur kvenna hefur lokið tveimur leikjum á Subway móti Gróttu sem fram fer á Seltjarnarnesi

Mfl.kv. 2013-2014FRAM – Grótta
Á fimmtudagskvöldið lék FRAM við Gróttu.  FRAM hafði forystu fyrstu 10 mínútur leiksins en síðan náði Grótta forystu og hafði yfirhöndina allan leikinn.  Staðan í hálfleik var 7 – 9 fyrir Gróttu og lokatölur voru 16 – 20.
FRAM var að spila þokkalega vörn lengst af  og markvarslan var ágæt.
Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nógu góður.  Einnig voru menn/konur að nýta færin sín mjög illa og létu Írisi í marki Gróttu verja mikið frá sér. Það er þó engin ástæða til að örvænta eftir þennan leik.
Mörk FRAM skoruðu:  Sigurbjörg 4, Elísabet 4, Ragnheiður 2, María 2, Guðrún Þóra 1, Hekla 1, Íris 1 og Ásta Birna 1.
Nadia var í marki FRAM allan tímann og varði 14 skot.

FRAM – FH
Í kvöld, föstudag, lék FRAM við FH.  FH byrjaði betur og var yfir 2 – 4 eftir 10 mínútur.  Þá sagði FRAM stopp. Staðan í hálfleik var  11 – 6 fyrir FRAM.  Í seinni hálfleik hélt munurinn bara áfram að aukast jafnt og þétt og FRAM sigraði örugglega 26 – 9.  Sigraði sem sagt seinni hálfleikinn 15 – 3.
Sóknin rúllaði vel. Kerfin að ganga þokkalega upp og lítið um tapaða bolta og aðra tæknifeila.  Einnig skoraði FRAM ein 12 mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju.  Hulda Dagsdóttir átti mjög góðan leik eins og Hildur Marin.
Vörnin var frábær í leiknum í kvöld.  Elva og Karólína léku þar á miðjunni og áttu frábæran leik.  Tóku m.a. hátt í 10 skot í blokk.  Vörnin í heild var mjög góð og komst FH ekkert áfram gegn henni.
Að baki vörninni stóð Nadia í markinu u.þ.b. 55 mínútur og varði 20 skot.  Védís kom síðan í markið í lokin og varði 4 skot þar af eitt víti.
Það er hins vegar ekki sanngjarnt að taka einstaka leikmenn út úr því að liði lék sem ein liðsheild í dag og það skilaði öruggum og góðum sigri.
Mörk FRAM skoruðu:   Hulda 6, Hildur Marín 5, Hekla 3, María 3, Guðrún Þóra 2, Hafdís 2, Marthe 2, Karólína 2 og Sigurbjörg 1.

Síðasti leikurinn á mótinu er á morgun, laugardaginn 6. september kl. 12:15 og er á móti HK.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email