Strákarnir okkar í mfl. karla lék í dag tvo leiki á Opna Norðlenska en mótið fer fram á Akureyri.
Nú um hádegið léku þeir við lið Akureyrar og sigruðu í hörkuleik 18-22. Staðan í hálfleik var 11-11 en við tókum öll völd í byrjun síðari hálfleiks og náðum mest 7 marka forrustu 13-20. Vörnin var góð og markvarslan fylgdi í kjölfarið og lagði það grunninn að góðu sigri. Guðlaugur Arnarson þjálfari FRAM var ánægður með leikinn og sagði að allir leikmenn hefðu lagt sitt af mörkum en við hefðu aðeins slakað á í lokinn þegar Akureyringar með tapaðan leik byrjuðu að berja hressilega á okkur. Lokatölur sem sagt sigur 18-22.
Núna eftir hádegið mættum við svo liði Hamranna frá Akureyri og þá fengu þeir sem hafa spilað minna í leikjunum á undan að sýna sig og sanna. Það er skemmst frá því að segja að við töpuðum þeim leik 26-21. Strákarnir stóðu sig vel en hefðu mátt sýna aðeins meira að sögn heimildarmanna. Heimir nokkur Árnason fór víst nokkuð illa með okkar menn og reyndist þeim yngri erfiður enda brögðóttur mjög.
Þetta þýddi samt að við stöndu uppi sem sigurvegarar á þessu móti.
Næsti leikur er svo í Reykjavíkurmótinu á þriðjudag í FRAMhúsinu Safamýri kl. 19:30 en þá koma Víkingar í heimsókn.
Sjáumst þá !
ÁFRAM FRAM