Fram 4fl. kv. eldra ár (árg 1999) vann Reykjavíkurmeistaratitil í dag, sunnudag 7. sept 2014, með að sigra ÍR í úrslitaleik í Vodafone höllinni. Leikurinn fór 27-8. Fyrri leikir, sama dag, gegn Víkingi og Þrótti unnust með svipuðum mun. Sumar í þessum hópi voru að vinna sinn sjötta Reykjavíkurmeistaratitil. Nokkuð vel af sér vikið.
Fram var með tvö lið á þessum aldri og lið 2 var nærri búið að vinna ÍR, var yfir mestallan leikinn en missti niður sigur á síðustu mínútunum.
Yngra árið lék svo á laugardag og stóð sig gríðarlega vel, töpuðu með minnsta mun í úrslitum í sannkölluðum háspennuleik.
Til hamingju stelpur.