fbpx
4. fl

3 og 4. fl.ka. léku í úrslitakeppni Íslandsmótsins um liðna helgi

4. fl.ka.2014 AHér er smá pistil frá þjálfurum 3 og 4 fl.ka. en báðir flokkar stóðu í stöngu um helgina og alla síðustu vikur.  En báðir þessir flokkar tóku þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins.

4 flokkur fór í úrslitakeppnina annað árið í röð. En líkt og í fyrra varð það hlutskipti  liðsins að lenda í öðru sæti í sínum riðli sem þýðir árangur uppá 3-4 sæti yfir landið.  Það verður að teljast virkilega gott.A-liðið sigraði Snæfellsnes 8-1 í skemmtilega spiluðum leik og Breiðablik 2 var tekið 2-0 á öruggan hátt. Eina tap liðsins kom á móti Breiðablik en sá leikur tapaðist 3-0. Við erum virkilega sáttir við árangur og heildarspilamennsku liðsins í sumar.

3. ka. 2014
3 flokkur komst í umspil c deildar eftir að hafa sigrað alla tíu leiki sína í riðlinum. Andstæðingarnir voru lið Gróttu sem hafa á að skipa fínu liði.
Það var hörkuleikur sem spilaður var á milli þessara liða, úrslitaleikur um að komast upp um deild að ári. Svo fór þannig að liðin skildu jöfn 2-2  eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir framlengingu. Þá var farið í vítaspyrnukeppni þar sem reyndi á taugar leikmanna sem og þjálfara. Fram hafði sterkari taugar og kláraði vítakeppnina.

Tveimur dögum seinna var komið að leik á móti ÍBV sem sigrað hafði lið BÍ/Bolungarvíkur sama dag.
Það lið sem sigraði leikinn myndi spila í undanúrslitum Íslandsmótsins.
Það var því mikið í húfi þegar leikurinn var flautaður á og mikil spenna í mannskapnum.  Leikið var á hlutlausum velli í Þorlákshöfn.
Svo fór svo að ÍBV sigraði 2-0 en við Framarar voru sýst verri og sóttu látlaust allann seinni hálfleik og þrátt fyrir nokkur góð marktækifæri tókst Fram ekki að skora. Þetta var fyrsti leikurinn í sumar þar sem a lið 3 flokks skorar ekki í leik. ÍBV skoraði seinna mark sitt  þegar 10 sek voru eftir af leiktímanum og við allir komnir í sóknina.

Við förum þó sáttir frá borði því að upphaflegt markmið var að komast upp um deild og það tókst.
Þess má geta að þessi sami hópur vann aðeins tvo leiki fyrir tveimur árum þegar þeir voru saman í  4 flokki.
Þetta árið urðu sigurleiikirnir 17.

Flottir drengir sem við eigum í báðum þessum flokkum og framtíðin björt.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!