fbpx
Steinunn vefur

Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu.

astabirnaFram lék fyrsta leikinn á Reykjavíkurmótinu í kvöld og voru mótherjarnir ÍR.Það er skemmst frá því að segja að Fram náði strax forystu í leiknum og leiddi í hálfleik 15 – 7.  I seinni hálfleik hélst munurinn áfram að aukast og var í lokinn 16 mörk.  Öruggur sigur Fram 32 – 16.
Leikurinn var ekkert sérstaklega vel leikinn. Hvorki í vörn né sókn.  Liðið getur leikið betur en það gerði í kvöld, bæði í vörn og sókn.  Það voru keyrð hraðaupphlaup og hröð miðja eins og verið hefur og skoraði Fram ein 13 mörk þannig.

Nadia stóð í markinu og varði 9 skot á u.þ.b 40 mínútum.  Védís lék síðustu 20 mínúturnar og varði 6 skot.

Mörk FRAM skoruðu:   Ásta Birna 5, Guðrún Þóra 4, Hulda 4, Hekla 3, Marthe 3, Ragnheiður 3, Hildur Marin 2, Sigurbjörg 2, Elva Þóra 2, Karólína 1, María 1, Steinunn 1 og Kristín 1.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!