fbpx
Steinunn vefur

Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu.

astabirnaFram lék fyrsta leikinn á Reykjavíkurmótinu í kvöld og voru mótherjarnir ÍR.Það er skemmst frá því að segja að Fram náði strax forystu í leiknum og leiddi í hálfleik 15 – 7.  I seinni hálfleik hélst munurinn áfram að aukast og var í lokinn 16 mörk.  Öruggur sigur Fram 32 – 16.
Leikurinn var ekkert sérstaklega vel leikinn. Hvorki í vörn né sókn.  Liðið getur leikið betur en það gerði í kvöld, bæði í vörn og sókn.  Það voru keyrð hraðaupphlaup og hröð miðja eins og verið hefur og skoraði Fram ein 13 mörk þannig.

Nadia stóð í markinu og varði 9 skot á u.þ.b 40 mínútum.  Védís lék síðustu 20 mínúturnar og varði 6 skot.

Mörk FRAM skoruðu:   Ásta Birna 5, Guðrún Þóra 4, Hulda 4, Hekla 3, Marthe 3, Ragnheiður 3, Hildur Marin 2, Sigurbjörg 2, Elva Þóra 2, Karólína 1, María 1, Steinunn 1 og Kristín 1.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!