Strákarnir okkar í mfl.ka. léku í kvöld annan leik sinn á Reykjavíkurmótinu í handbolta. Leikið var á heimavelli í Safamýrinni og er þetta fyrsti heimaleikur vetrarins.
Leikuirnn í kvöld var harður og allt að því grófur á köflum, Hart tekist á og því fór minna fyrir létt leikandi handbolta. Kannski er það eðlilegt á þessum tímapunkti.
Við FRAMarar voru betri í þessum leik og með undirtökin frá byrjun. Staðan í hálfleik 14 – 9.
Síðari hálfleikurinin þróaðist svipað og sá fyrri hart barist og ljóst að menn eru að komast í gott form, ákafir að sína sig og sjá aðra. Lokatölur í kvöld öruggur 7 marka sigur FRAM
30 -23.
Stefán Baldvin skoraði mest í kvöld , 7 mörk, nánar um það síðar. Sigurðru Örn 5, Þorri 3, Stefán Darri 3, Garðar 3, Elías 3, Ólafur Jóhann 2, Ólafur Ægir 2, Birkir 1, Ragnar Þór 1
ÁFRAM FRAM