fbpx
Fram-Stjarnan-sj2b

Sigur á Val í kvöld

Sigurbjörg í leikÍ kvöld lék meistaraflokkur kvenna annan leik sinn á Reykjavíkurmótinu.  Mótherjin var Valur og fór leikurinn Fram á Hlíðarenda.
Fram byrjað betur og náði svolítilli forustu og var yfir 15 – 10 í hálfleik.  Valur minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks.  Fram gekk erfiðlega að slíta sig frá Val og munurinn varð aldrei mikill.  Fram hafði þó alltaf forustu og sigraði að lokum með þremur mörkum 22 – 19.
Fram var ekki að leika sinn besta leik í kvöld.  Liðið getur leikið betur bæði í vörn og sókn.  Þessi leikur er áminning um að þú þarft alltaf að vera á fullu og það í 60 mínútur og jafvel lengur.  Það var samt ýmislegt gott í leiknum í kvöld og eitthvað til að byggja á í framtíðinni.
Nadia stóð í markinu lengst af og varði 11 skot.  Védís kom í markið í lokin og varði 4 skot.
Mörk Fram skoruðu:    Guðrún Þóra 4, Ragnheiður 4, Sigurbjörg 3, Hulda 3, Hildur Marín 2, Hekla 2, Marthe 1, Íris 1, Elva 1 og Steinunn 1.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!