Við FRAMarar mættum í kvöld liði ÍR í Austurberginu. Leikurinn var þriðji leikur okkar á mótinu og jafnframt sá næst síðast.
Leikurinn í kvöld fer seint í metabækur, afspyrnuslakur handbolti og lítil gæði í felstu sem liðin buðu uppá því miður.
Vonandi ekki það sem koma skal enda bara vika í fyrsta leik okkar á Íslandsmótinu. Fyrri hálfleikur var eign ÍR og við eltum allan hálfleikinn og voru undir 17 -12 í hálfleik að mig minnir. Við vorum slakir í vörn, markvarslan enginn, sóknarleikurinn ómarkviss og gekk bara illa á köflum.
Síðari hálfleikur var því miður lítið betri, við gáfust hreinlega upp og lentum mest 8-9 mörk undir fljótlega í hálfleiknum. Náðum samt aðeins að rétta okkar hlut þegar líða tók á hálfleikinn en það dugði einfaldlega ekki og lokatölur 33-29.
Fátt hægt að taka jákvætt út úr þessum leik, Sigurður Þorsteinsson gerði ágæt mörk, Valtýr varði ágætlega, aðrir voru ekki að leika vel. Síðast leikur okkar á mótinu er á mánudag við KR á heimavelli kl 19:30.
ÁFRAM FRAM