Við Framarar spilum einn mikilvægasta leik sumarsins á mánudagskvöldið þegar við mætum Fjölni í sannkölluðum sex stiga leik sem getur ráðið miklu um það hvort við höldum sæti okkar í Pepsí deildinni. Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum og því hvetjum við alla Framara til að mæta á völlinn og hvetja sína menn til sigurs. Frammistaðan í síðasta leik gegn Keflavík var frábær og nú þarf að fylgja þeim sigri eftir af krafti.
Sýnum hvað í okkur býr – mætum á Laugardalsvöllinn á mánudagskvöldið. Allir í Bláu !
ÁFRAM FRAM