Stelpurnar okkar í mfl. kvenna léku í kvöld sinn síðasta leik á Reykjavíkurmótinu í handbolta.
Leikið var í Safamýrinni gegn Fylki.
Okkar stelpur náðu strax tökum á þessum leik og leiddu nánast allan leikinn með 6-8 mörkum.
Staðan í hálfleik 22 – 14.
Við voru heldur rólegar í seinni hálfleikunum en leiddum samt með þetta 6-7 mörkum þar til í lokinn að Fylkis-stelpur náðu að setja þó nokkur mörk og lokatölur í kvöld öruggur sigur
FRAM 32 -30.
Flest mörk FRAM í kvöld gerðu: Sigurbjörg 7, Ragnheiður 7 og Marthe 5.
Þetta þýðir að við eru Reykjavíkurmeistarar 2014, sigruðum alla okkar leiki á mótinu og gott veganesti fyrir Íslandsmótið sem er rétt handan við hornið. Fyrsti leikur er gegn Selfoss laugardaginn 20. sept. kl. 13:30 í FRAMhúsi.
Til hamingju stelpur