Það var gott fótbolta veður á Laugardalsvellinum í kvöld þegar við mættum Fjölnismönnum, völlurinn góður og fjölmenni á vellinum. Það var sérstaklega gaman að sjá alla þá FRAMarar sem mættu á leikinn, rúmlega 1300 menn, konur og börn sem lögðu leið sína í Laugardalinn til að styðja okkar menn.
Það var ekki eins gaman að sjá til okkar leikmanna í kvöld, við vorum algjörlega rænulausir og það var enginn neisti í mannskapnum. Staðan í hálfleik var 0-2 og ég man ekki eftir að við höfum ógnað marki andstæðinganna í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikur var eins og við ekki líklegir til að skora í kvöld. Það kom svo smá viðleitini í lokinn að byggja upp sóknir og Aron Bjarnason náði að setja mark á 88 mín. Lokatölur í kvöld 1-3. Því miður ekki meira um þetta að segja núna.
Næsti leikur er á sunnudag en þá mætum við FH í Kaplakrika kl.16:00. Sjáumst þá !
ÁFRAM FRAM