fbpx
Liðsmynd Evrópa vefur

1 – 3 tap í Laugardalnum í kvöld

Aron BjarnsonÞað var gott fótbolta veður á Laugardalsvellinum í kvöld þegar við mættum Fjölnismönnum, völlurinn góður og fjölmenni á vellinum. Það var sérstaklega gaman að sjá alla þá FRAMarar sem mættu á leikinn, rúmlega 1300 menn, konur og börn sem lögðu leið sína í Laugardalinn til að styðja okkar menn.
Það var ekki eins gaman að sjá til okkar leikmanna í kvöld, við vorum algjörlega rænulausir og það var enginn neisti í mannskapnum. Staðan í hálfleik var 0-2 og ég man ekki eftir að við höfum ógnað marki andstæðinganna  í fyrri hálfleiknum.   Síðari hálfleikur var eins og við ekki líklegir til að skora í kvöld. Það kom svo smá viðleitini í lokinn að byggja upp sóknir og Aron Bjarnason náði að setja mark á 88 mín. Lokatölur í kvöld 1-3. Því miður ekki meira um þetta að segja núna.

Næsti leikur er á sunnudag en þá mætum við FH í Kaplakrika kl.16:00.  Sjáumst þá !

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!