fbpx
Fram-ÍR 201012-fors

Sigur á KR í síðasta leik Reykjavíkurmótsins

Daníel stærriStrákarnir okkar í mfl.ka. léku í kvöld sinn síðasta leik á Reykjavíkumótinu í handbolta. Leikið var í Safamýrinni gegn KR.
Leikurinn var ekkert sérlega mikið fyrir augað og nú þurfa drengirnir að fara að einbeita sér að fullum krafti enda Íslandsmótið að hefjast á fimmtudag.  Staðan í hálfleik var 14 -14.  En síðar hálfleikurinn var svo tekinn með trompi og hann vannst með 9 mörkum lokatölur  32 -23.  Ekkert um leikinn að segja en Daníel Þór Guðmundsson ungur markvörður okkar FRAMara fékk að spreyta sig aðeins í kvöld og stóð sig vel.
Næsti leikur er svo á fimmtudag en þá fáum við Hauka í heimsókn í Safamýrina kl. 19:30.  Treysti á að allir mæti á þann leik og styðji drengina okkar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!