Strákarnir okkar í mfl.ka. léku í kvöld sinn síðasta leik á Reykjavíkumótinu í handbolta. Leikið var í Safamýrinni gegn KR.
Leikurinn var ekkert sérlega mikið fyrir augað og nú þurfa drengirnir að fara að einbeita sér að fullum krafti enda Íslandsmótið að hefjast á fimmtudag. Staðan í hálfleik var 14 -14. En síðar hálfleikurinn var svo tekinn með trompi og hann vannst með 9 mörkum lokatölur 32 -23. Ekkert um leikinn að segja en Daníel Þór Guðmundsson ungur markvörður okkar FRAMara fékk að spreyta sig aðeins í kvöld og stóð sig vel.
Næsti leikur er svo á fimmtudag en þá fáum við Hauka í heimsókn í Safamýrina kl. 19:30. Treysti á að allir mæti á þann leik og styðji drengina okkar.
ÁFRAM FRAM