fbpx
Garðar vefur

Naumt tap í Safamýrinni í kvöld.

kristóStrákarnir okkar í mfl.ka léku í kvöld sinn annan leik á Íslandsmótinu þegar þeir fengu FH í heimsókn í Safamýrina.  Vel var mætt á leikinn og bara góð stemming í húsinu.  Vel gert FRAMarar.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda.  Liðin léku á köflum góðan handbolta, margar flottar sóknir hjá báðum liðum fínn varnarleikur og markvarslan almennt góð.
Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en undirlokin gáfum  við aðeins eftir og staðan í hálfleik 10-13 fyrir gestina.
Við byrjuðum síðar hálfleikinn af krafti og náðum strax að jafna leikinn og ná yfirhöndinn á kalfa en þá gerðum við full mikið af misstölum nýttu ekki færi sem við fengum, töpuð boltanum einum fleiri og fengum á okkur ódýr mörk.  Það fannst mér vera vendipunkturinn í leiknum hjá okkur og við misstum þá fram úr okkur aftur og þurftum í lokin að taka smá sénsa ásamt því að fara illa með dauðafæri.  En svona er þetta, lokatölur í leiknum 24-28 sem var mesti munurinn í leiknum og gefur kannski ekki rétt mynda af honum.
Strákarnir gerðu allt sem þeir gátu í þessum leik, nema kannski að nýta góð færi í seinni hálfleik og töpuðu sennilega of mörgum boltum í fyrri hálfleik sem gáfu  andstæðingunum of mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Annars voru okkar með flottir og geta klárlega unnið öll lið í vetur. Næsti leikur er svo á laugardag gegn ÍR í Austurberginu.  Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!