fbpx
Lísa Fylkir vefur

FRAM sigur á Akureyri í gær.

Ragnheiður  Fylkir

Meistaraflokkur kvenna hélt norður á Akureyri í gær og lék þar við lið KA/Þór í annarri umferð OLÍS deildarinnar.
KA/Þór lék við Val í fyrstu umferðinni og tapaði þar með fjórum mörkum.  Fram lék hins vegar við Selfoss í fyrstu umferðinni og sigruðu örugglega með tólf marka mun.  Það hefði því mátt reikna með auðveldum leik fyrir Fram.  En það var alls ekki raunin.
Fram byrjaði betur og náði snemma tveggja til þriggja marka forystu og hafði fjögur mörk yfir 13 – 9 í hálfleik.  KA/Þór stúlkur komu hins vegar mjög ákveðnar í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn í 16 – 17 um miðjan hálfleikinn en komust ekki lengra og Fram seig aftur fram úr og sigraði í lokin 22 – 19.
Alls ekki góður leikur.  Varnarleikurinn gloppóttur þar sem liðið hélt ekki út og fékk á sig mörk eftir langar sóknir KA/Þór.  Það voru því ekki eins mörg mörk skoruð úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju og oft hefur verið.  Sóknarleikurinn heldur ekki góður, alltof mikið af lélegum sendingum milli manna og lélegum skotum úr litlum eða engum færum.
Marthe og Guðrún Þóra í hornunum voru þó nokkuð ljósir punktar í leiknum.  Einnig átti Nadia góðan leik í markinu og varði ein 23 skot.
Mörk FRAM skoruðu:    Guðrún Þóra 4, Ragnheiður 4, Marthe 3, Sigurbjörg 3, Elísabet 3, María 3 og Steinunn 2.

Það góða við þetta allt er að þessi leikur og ferðalagið sem því fylgir er búið og það fengust tvö stig út úr honum. Samt þörf áminning til leikmanna FRAM, það þarf að mæta af fullum krafti  í alla leiki frá fyrstu til síðustu mínútu þar sem annars er hætt við að liðið fá skell einhverntíma í vetur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!