fbpx
vefur Arnþor

Tap í Garðabæ

Viktor Bjarki ArnarsonVið FRAMarar lékum í gær  við Stjörnuna í næst síðustu umferð Íslandsmótsins í ár.  Leikið var í Garðabæ við ágætar aðstæður.
Það má segja að við höfum varla verið mættir til leiks í fyrri hálfleik, leikurinn varla byrjaður þegar við vorum búnir að fá á okkur mark og eftir 27 mín var staðan 3-0.  Það var því ljóst að eftir þessa byrjun yrði erfitt að snúa þessum leik.
Síðari hálfleikur var samt mun betri og við hefðum átt að fá vítaspyrnu á 60 mín en slakur dómari leiksins sá ekki ástæðu til að gera neitt.  Það var svo á 72 mín að við fengum á okkur fjórða markið, eftir það sýndum við svo sem viðleitni og hefðu átt að setja mark eða jafnvel mörk en það lá ekki fyrir okkur að skora í gær.  Lokatölur í gær  4-0 tap í Garðabæ.
Nú er einn leikur eftir og ég skora á alla FRAMara að mæta í Laugardalinn á laugardag kl. 14:00 og styðja strákana okkar. Við eigum enn möguleika á því að halda sæti okkar í deildinn og við getum enn hjálpað til að svo verði.  Láttu sjá þig.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0