Strákarnir okkar í mfl. karla léku í kvöld gegn UMFA í Safamýrinni. Góð mæting var í Safamýrina og fyrir það verður að þakka, gaman að sjá alla þessa FRAMara saman. Þurfum að gíra okkur aðeins upp og láta betur í okkur heyra.
Við byrjuðum leikinn í kvöld afleitlega, það var eins og við hefðum enga trú og nánast lamaðir fyrstu 5 mín leiksins. Það er eitthvað sem leikmenn geta bætt strax í næsta leik. Við lentum sem sagt strax undir í leiknum, staðan 1-5 eftir 5 mín. Það fór því mikil orka í að vinna þann mun upp en við gerðum það og náðum að minnka muninn í 1 mark. Kristófer var virkilega góður, við náðum mjög góðum köflum en það vantaði herslu muninn og vera skynsamir í okkar aðgerðum. Staðan í hálfleik 12-13.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn illa vörnin var ekki að halda, látum teyma okkur út úr stöðum og voru klaufar sóknarlega, alltof mikið að misstökum í þessum leik. Það má segja að byrjun síðari hálfleiksins hafi gert út um leikinn, við náðum aldrei að ógna UMFA í síðari hálfleik að einhverju marki. Þeir voru miklu grimmari en við og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Það vantar í okkur einhvern neista og kraft. Ég auglýsi aftur eftir þeim krafti sem var í okkur í fyrra þegar við klárum leiki á vilja, óendanlegri bráttu og trú. Lokatölur í kvöld 22-27.
En þetta eru engin endalok, við höfum fulla trú á strákunum og mótið er langt. Allir okkar leikmenn geta meira og ég er sannfærður um að þeir munu sína okkur það í næstu leikjum. Upp með hausinn og mætum fullir sjálfstrausts í næsta leik.
Næsti leikur er í Digranesi gegn HK á mánudag, á velli sem reynst hefur okkur erfiður í gegnum árin.
ÁFRAM FRAM