Stelpurnar okkar í handboltanum léku í dag við HK í Digranesinu. Fyrri hálfleikur í dag var víst ekkert fyrir augað og okkar stelpur að leika sérlega illa bæði í vörn og sókn. Við héldum ekki út í varnarleiknum sem endaði oftar en ekki með marki frá andstæðingunum eftir langar og leiðinlegar sóknir. Sóknarlega vorum við slakar og alltof mikið að röngu ákvörðunum og misstökum. Staðan í hálfleik 12-8.
Við mættu hinsvegar til leiks í síðari hálfleik og náðum mjög fljótlega tökum á leiknum, vorum komnar yfir eftir 10 mín. 15-16. Eftir það litum við ekki tilbaka og unnum öruggan 5 marka sigur 21-26. Nadía var góð í markinu varði 22 skot í leiknum þar af 14 í síðari hálfleik sem gerir 50% markvörslu sem er mjög gott. Greinilegt að stelpan er að venjast aðstæðum og ég hef fulla trú á því að hún eigi eftir að reynast liðinu vel í vetur.
Það er aftur á móti ljóst að það mun ekki alltaf duga að leika vel í 30 mínútur og hætt við að illa fari ef stelpurnar mæta ekki tilbúnir frá fyrstu mínútu.
Tvö góð stig og byrjun vetrarins þokkaleg, fjórir sigrar í fjórum leikjum. Næst eru það hins vegar tveir mjög erfiðir leikir fyrst á móti Stjörnunni heima eftir tvær vikur og síðan á móti Gróttu á útivelli viku síðar.
Mörk Fram skoruðu: Ragnheiður 6, Sigurbjörg 5, Elísabet 4, Hekla 3, María 3, Steinunn 3, Guðrún Þóra 1 og Marthe 1.
ÁFRAM FRAM