fbpx
Fagn vefur

Sigur á Fylki 4-3 en 1 deild að ári staðreynd

Aron BjarnsonÞað var fremur kuldalegt í Laugardalnum í dag þegar við tókum á móti Fylki í síðasta leik Íslandsmótsins. Völlurinn í góðu standi  að vanda og ekkert því  til fyrirstöðu að leika góðan fótbolta.
Fyrri hálfleikur var bara skemmtilegur á að horfa og ágætlega leikinn af okkar hálfu fyrir utan mörkin sem við fengum á okkur sem voru heldur klaufaleg. Svolítið saga sem hefur því miður verið að endurtaka sig í sumar.  Við lentum undir á 21 mín eftir slaka varnarvinnu, náðum að jafna á 31 mín þegar Aron Bjarnason gerði laglegt mark eftir flottan samleik , mjög vel gert mark hjá okkur.  Við fengum svo á okkur mark  á 38 mín beint úr horni sem verður að skrifa á reikning Harðar í markinu en drengurinn átti samt í heldina góðan leik.  Við náðum svo að jafna fyrir hálfleik þegar Arnþór Ari  gerði laglegt mark á 43 mín.  Aftur lékum við vel saman sem skilaði flottu marki.  Staðan í hálfleik  2-2.
Á 54 mín síðari hálfleiks fengum við svo á okkur enn eitt markið eftir slaka varnarvinnu, skelfilegt að fá svona mörk á sig drengir.  Ósi fékk svo beint rautt spjald á 57 mín sem var að mínu mati algjört bull.  En það var eins og þetta rauða spjald efldi okkur frekar en hitt og Guðmundur Steinn setti gott mark á 63 mín.  Enn og aftur góður samleikur og mjög gott mark.  Það var svo á 81 mín að Guðmundur Steinn gerði sérlega skemmtilegt mark eftir aukaspyrnu. Drengirnir settu upp leikkerfi sem á meira skilt við handbolta, greinilega beint af æfingasvæðinu og gekk svona skemmtilega upp.  Mun þetta kerfi heita „hringekjan“ en kerfið inniheldur minnst 6 blokkeringar og innleysingu sem endar á vel tímasettri  aukaspyrnu.  Vel gert drengir.  Við gáfum síðan ekki mikil færi á okkur eftir þetta og kláruðum þennan leik sannfærandi  4-3.
Leikurinn í dag var góður allir leikmenn að berjast á fullu og lögðu sig fram.  En því miður var það ekki nóg og niðurstaða dagsins fall í 1. deild.  Það er því nýtt umhverfi sem bíður okkar á nýju ári og ljóst að margt á eftir að breytast. Takk fyrir sumarið drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!