Á lokahófi Knattspyrnudeildar FRAM sem haldið var á laugardag voru leikmenn í mfl. kvenna heiðraðar fyrir frammistöðu sumarsins. Stelpurnar léku vel í sumar enduðu í 4 sæti í sínum riðli sem er góður árangur í ljósi þess að bæði liðin sem fóru upp í efstu deild komu úr okkar riðli.
Bryndís María Theódórsdóttir var valinn best, Tinna Björk Birgisdóttir var valinn efnilegust og Dagmar Mýrdal varð markahæst.
Á myndinn eru þær Tinna og Dagmar en Bryndís er við nám erlendis og var því ekki með okkur á laugardag.
Til hamingju stelpur.