fbpx
kristófer vefur

Strákarnir okkur töpuðu í dag gegn Akureyri

Stefán DarriStrákarnir okkar í mfl. ka tóku í dag á móti Akureyri á Íslandsmótinu í handbolta, leikið var í Safamýri.  Það var vel mætt í húsið og alltaf gaman þegar okkar fólk er til í að mæta á leiki og styðja FRAM.
Vel gert FRAMarar og ég vonast til að sjá ykkur öll á næsta leik,  við þurfum á ykkur að halda núna þegar á brattan er að sækja.
Fyrri hálfleikur í dag var alveg ágætur af okkar hálfu fyrir utan vonda byrjun, lentum að mig minnir undir 1-4.  En eftir það þá small vörnin, Kristófer var góður og sóknin gekk ágætlega.  Eina sem hægt er að setja út á var að við nýttum ekki nógu vel færin og hefðum átt að vera með meira forskot í hálfleik. Staðan í hálfleik 10-9.  Fín barátta í liðinu og allt annar bragur en í síðasta leik.
En síðari hálfleikurinn var ekki eins og ég hafði vonast til, byrjuðum illa,  vörnin stóð ekki eins vel og sóknarleikurinn fór að hiksta verulega.  Við náðum ekki að teygja á vörn andstæðinganna og sóttum alltof mikið inn á miðjuna.  Þar kom eiginlega í ljós vandræðin sem við erum í núna, erum að spila á mjög fáum leikmönnum og getum því miður gert lítið af breytingum sóknarlega.  Mér fannst samt allir vera að reyna en það dugði bara ekki í dag.  Við fórum illa með góð færi, skoruðum aðeins sjö mörk og misstum smá saman  tökin á leiknum  í dag. Lokatölur  17-23.
Við vorum samt miklu líkar sjálfum okkur í dag en í síðasta leik, allir að leggja sig fram, þó þurfum við meira framlag frá nokkrum leikmönnum og þeir þurfa að stíga upp í næsta leik.

Verð aðeins að minnast á dómara leiksins þeir dæmdu þennan leik afskaplega illa.  Algjörlega óásættanleg frammistaða hjá þeim í dag.  Þeir þurfa að fara að gera betur,  því eins og er, eru þeir að dragast aftur úr í dómgæslunni og hreinlega slakir það sem ég hef séð til þeirra. Bara eins og þeir séu ekkert undirbúnir og í engum takti við handboltann í dag.  Virðast bara ekki hafa neina tilfinningu fyrir leiknum. Gera miklu betur drengir.

Næsti leikur er á fimmtudag í Mýrinni Garðabæ kl. 19:30 sjáumst þá.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0