Handknattleiksdeild Fram og Kristinn Björgúlfsson hafa komist að samkomulagi um að Kristinn gangi til liðs við félagið. Kristinn hefur mikla leikreynslu en hann hefur leikið sem atvinnumaður til fjölda ára í Noregi, Þýskalandi, Grikklandi og Hollandi. Kristinn lék áður með ÍR.
Þrír leikmenn FRAM hafa lent í alvarlegum meiðslum á fyrstu vikum keppnistímabilsins og því er Kristinn mikilvægur liðsstyrkur á þessum tímapunkti. Gert er ráð fyrir að Kristinn verði löglegur með FRAM í leik liðsins gegn Stjörnunni annað kvöld.
Kristinn mun einnig koma að þjálfun hjá FRAM og hefur verði ráðinn þjálfari þriðja flokks kvenna.
FRAM býður Kristinn velkominn í félagið og væntir mikils af samstarfinu.
Handknattleiksdeild FRAM