fbpx
Fín Kristinn B og helga vefur

Kristinn genginn til liðs við Fram

kristinn B.IIHandknattleiksdeild Fram og Kristinn Björgúlfsson hafa komist að samkomulagi um að Kristinn gangi til liðs við félagið. Kristinn hefur mikla leikreynslu en hann hefur leikið sem atvinnumaður til fjölda ára í Noregi, Þýskalandi, Grikklandi og Hollandi. Kristinn lék áður með ÍR.
Þrír leikmenn FRAM hafa lent í alvarlegum meiðslum á fyrstu vikum keppnistímabilsins og því er Kristinn mikilvægur liðsstyrkur á þessum tímapunkti.  Gert er ráð fyrir að Kristinn verði löglegur með FRAM í leik liðsins gegn Stjörnunni annað kvöld.
Kristinn mun einnig koma að þjálfun hjá FRAM og hefur verði ráðinn þjálfari  þriðja flokks kvenna.
FRAM býður Kristinn velkominn í félagið og væntir mikils af samstarfinu.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!