fbpx
Siggi Þorsteins FH vefur

Mikilvægur sigur á Stjörnunni 22 – 23

kristinn B.IIStrákarnir okkar í mfl.ka. héldu í kvöld suður á bóginn þegar þeir sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn.
Við tjölduðum nýjum leikmanni Kristni Björgúlfssyni sem gekk til liðs við okkur í vikunni.  Ég er ekki frá því að innkoma Kristins hafi gert gæfumuninn í kvöld.
Fyrri hálfleikur byrjaði eins og venjulega, við lentum undir strax í byrjun sem er að verða hálf vandræðalegt, staðan 4-1 eftir 9 mín, eitthvað sem við verðum að fara að taka á.  Það fer mikið púst í að vinna svona mun upp.  Við náðum svo smátt og smátt að vinna okkur inn í leikinn með góðri vörn, góðri markvörslu og skynsömum sóknarleik.  Staðan í hálfleik 10 – 12.  Mér fannst eins og við værum að ná góðum tökum á leiknum, ákveðin ró yfir liðinu og útlitið var því bara gott í hálfleik.
Síðari hálfleikur byrjað vel við héldu öruggri forrustu en vorum samt dálítið að flýta okkur og því fóru góð færi forgörðum.  Við áttu allavega tvo möguleika á því að koma okkur í fimm marka forrustu en nýttum það ekki.   Við fórum svo að flýta okkur enn meira í sókninn, gera allsskonar vitleysu sóknarlega og um leið gengu Stjörnumenn á lagið og náðu að jafna leikinn.   Loka mínútur leiksins voru því nokkuð spennandi þar sem liðin skiptust á að skora.  En það var Sigurður Þorsteinsson sem skoraði sigur mark okkar FRAMarar um það leiti sem klukkan rann út, Stjarnan náði ekki einu sinni að taka miðju eftir markið.   Við vorum dálítð heppnir að landa þessum sigri í kvöld, kannski áttum við það skilið en allavega kláruðum við leikinn sem er alltaf gott.   Lokatölu 22-23.
Kristinn kom vel inn í leikinn, sérstaklega í fyrri hálfleik, Kristófer var góður allan leikinn en aðrir leikmenn stóðu sig að mestu vel.  Það gefur okkur klárlega meiri möguleika að fá Kristinn inn í sóknarleikinn.  Nú er bara að nýta það sem var gott í kvöld og byggja á því í næsta leik sem er heimaleikur gekk Val á fimmtudag. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!