Stelpurnar okkar mættu í dag Stjörnunni úr Garðabæ í Olís-deildinni. Leikið var í Safamýrinni að viðstöddu fjölmenni, þreytist ekki á því að nefna þetta því FRAMarar hafa verið gríðarlega duglegir við að mæta á leiki FRAM það sem af er vetri. Stuðningur ykkar er ómetanlegur í svona leikjum sem og öðrum, vel gert FRAMarar.
Leikurinn í dag var mjög hraður eins og við mátti búast þegar tvö góð lið mætast. FRAM stelpur náðu samt góðum tökum á leiknum í dag og gáfu fá færi á sér, þó var varnarleikurinn alls ekki nógu góður. Staðan í hálfleik var 18-14 okkur í hag.
Síðari hálfleikur spilaðist svipað Stjarnan náði að minnka muninn í tvö mörk en lengra komust þær ekki og við gátum alltaf bætt í þegar á reyndi. Ég var samt óhress með vörnina í dag hún þarf að standa betur. Sigurinn var aldrei í hættu og lokatölur í dag 37 -30.
Nadia varði oft á tíðum mjög vel en fékk síðan á sig mörk þar sem manni fannst að hún hefði átt að verja skot Stjörnunnar. Alls varði hún 19 skot.
Mörk FRAM skoruðu: Ragnheiður 8, Sigurbjörg 6, Ásta Birna 5, Steinunn 5, María 4, Hekla Rún 4, Elísabet 2, Elva Þóra 2 og Guðrún Þóra 1.
Flottur og mikilvægur sigur á heimavelli.
ÁFRAM FRAM
P.s Jói tók auðvitað fullt af flottum myndum í dag sem hægt verður að skoða á http:///frammyndir.123.is