fbpx
FRAM

Nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Fram

LulliKristinn Rúnar Jónsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri aðalstjórnar Fram í kjölfar þess að hann hefur tekið við þjálfun karlaliðs meistaraflokks félagsins í knattspyrnu.  Kristinn verður þó áfram starfsmaður á skrifstofu félagsins í hlutastarfi og mun sinna ákveðnum verkefnunum, sem m.a. snúa að uppbyggingu félagsins í Úlfarsárdal.
Nýr framkvæmdastjóri félagsins verður Lúðvík Þorgeirsson. Lúðvík er viðskiptafræðingur að mennt, gegnheill FRAMari og vel kynntur innan FRAM, sem fyrrverandi leikmaður, stjórnarmaður knattspyrnudeildar og aðalstjórnar.

Aðalstjórn FRAM vill bjóða Lúðvík velkominn til starfa og lýsir jafnframt yfir mikilli ánægju að halda Kristni Rúnari áfram í störfum, en Kristinn hefur unnið frábært starf fyrir félagið á undanförnum árum.

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!