fbpx
Siggi Þorsteins FH vefur

Súrt tap á heimavelli í kvöld.

Stefán DarriVið FRAmarar mættum Val í 8 umferð Íslandsmótsins í kvöld.  Leikið var í Safamýrinni og að vanda var vel mætt og stuðningurinn sem drengirnir fengu til fyrirmyndar.  FRAMarar eru flottastir.
En strákarnir okkur voru ekki alveg til fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum, leikurinn byrjaði reyndar alveg ásættanlega og var í járnum fyrstu 15 mín leiksins.  Svo kom skelfilegur kafli í leik okkar manna og við misstum algjörlega tökin á leiknum í 7-8 mín og staðan eftir 22 mín 4-11.  Staðna sem sagt vond, en þá náðum við aftur áttum og spilum þokkalega fram að hálfleik þar sem við náðum að saxa aðeins á forsskotið og staðan í halfleik 11-15.  Vörnin var ekki að standa nógu vel í fyrri hálfleik og við töpuðum oft maður á mann.
Síðari hálfleikur byrjaði vel og við náðum að vinna okkur inn í leikinn, áttum möguleika á þvi að jafna leikinn þegar 10 mín voru eftir af leiknum, en náðum ekki yfir þann þröskuld að jafna.  Við fengum í raun færi til þess en fórum illa að ráði okkar og misnotuðum ágæt færi sem við þó fengum.  Það má segja að þessar 20 mín í seinni hálfleiknum hafi verið okkar besti kafli í leiknum en við þurftum að hafa mikið fyrir því að koma okkur í þessa stöðu.  Það var því eins við misstum aðeins móðinn þegar við fengum á okkur 3 mörk tilbaka og vonlaust að ætla að vinna það upp.   Lokatölur í kvöld 20-25.
Það var fúllt að ná ekki að spila betri leik í kvöld, það voru góðir kaflar en þeir vondu voru hrikalega súrir og skildi okkur í raun eftir í mjög vondri stöðu sem erfitt var að vinna upp og tók mikinn toll í kvöld.  Strákarnir eiga samt hrós skilið fyrir baráttu og vilja en þurfa stunda að vera aðeins klókari í sínum leik. Við spilum á mjög fáum leikmönnum eins og er, það getur líka verið erfitt og mér fannst það sjást þegar líða tók á leikinn.
Dómara leiksins voru þeir Anton og Jónas, ósamræmi í þeirra dómgæslu pirraði mig aðeins í kvöld, alls ekki sama hvor þeirra er úti dómari og það er helvíti fúllt að horfa upp á það svona oft.
Nú er landsleikja frí framundan,  ekki leikur fyrr en í næsta mánuði og þá í eyjum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!